Friday, February 6, 2009
Runaway Jury
Hún fjallar um ungt par sem er að reyna að ná sér niður á stóra byssu iðnaðnum í Bandaríkjunum. John Cusack leikur mann sem hefur í mörg ár reynt að komast í kviðdóm í stóru byssumáli. Kærastan hans sem er leikin af Rachel Weisz missti systir sína í skothríð þegar hún var ung. Þá kom brjálæðingur í skólann hennar og drap 9 manns og þar á meðal litlu systur hennar. Þá var höfðað mál gegn stóru byssufélögunum en öllum að óvörum tapaði bærinn því maður að nafni Rankin Fitch (Gene Hackman) hafði unnið í kviðdómnum og í rauninni ákveðið dómsuppskurðinn sjálfur.
Cusack og Weisz höfðu frá því ætlað að ná sér niður á stóru byssufyrirtækjunum og Fitch helst líka. Þegar þau svo loksins náðu að koma Cusack í kviðdóm í stóru máli fóru hjólin að snúast. Enn og aftur var Rankin Fitch ráðinn af byssugaurunum til að ráðskast með kviðdóminn en eins og Fitch segir sjálfur “ Trials are just too important to be decided by juries”.
Fitch reynir að beita öllum brögðunum í bókinni en Cusack og Weisz virðast alltaf hafa undirtökin. Dustin Hoffman sem leikur Wendell Rohr, saksóknarann, festist líka í atburðarrásinni.
Cusack og Weisz bjóða bæði Rohr og Fitch að kaupa kviðdóminn fyrir 10 milljónir dala. Til að sýna þeim að þau ráði virkilega yfir kviðdómnum þá lætur Cusack kviðdóminn gera ýmsa óvenjulega hluti og þá fara Rohr og Fitch að taka þau alvarlega.
Í misheppnaðri tilraun til að drepa Weisz veikist málstaður Fitch og Weisz heimtar 15 milljónir af honum. Rohr segir hins vegar að hann vilji frekar hafa hreina samvisku heldur en að kaupa kviðdóminn.
Þegar Fitch hefur borgað Weisz og Cusack hefst Cusack handa við að láta kviðdóminn kjósa það sem hann vill.
Planið hans frá upphafi var þó að láta stóru byssufyrirtækin tapa og þegar hann veit að peningarnir eru komnir svíkur hann Fitch og lætur kviðdóminn kjósa Rohr í hag.
Þannig náðu þau bæði að hefna sín á stóru byssufyrirtækjunum og Fitch.
Engin stórmynd hér á ferð en ágætis skemmtun þó. Fannst þó óþarfi gallar vera á þessu handriti. Margt sem meikaði bara alls ekki sens þarna, nema ég sé bara svona lélegur að skilja. :) Atriðið í byrjun þegar hann hittir Weisz í einhverri fáránlegri búð og þau þykjast ekki þekkja hvort annað var skrýtið. Sú staðreynd að dómarinn hafi boðið kviðdómnum út að borða er líka mjög hæpin... Svo fannst mér þessi dómsúrskurður svo langt frá því að fylgja lögunum að það var eiginlega fáránlegt... En það er kannski bara ég!
Annars voru flestir leikararnir góðir. Cusack og Weisz bara ágæt. Hackman var stórgóður sem gamall skarfur sem hélt að hann myndi aldrei tapa og þegar hann svo áttar sig á tapinu sést geðveikin á honum. Þegar hann öskrar á Cusack og Weisz á veitingahúsinu í einni af síðustu senu myndarinnar sést hversu týndur hann er í lífinu.
Hoffman var líka bara solid. Svo var dómarinn helvíti góður.
Fær 9,8 stjörnur á 15 stjörnu skalanum.
Myndir frá upphafi
20 uppáhaldsmyndirnar mínar frá upphafi eru (að ég held) þessar. Ekkert í réttri röð nema kannski fyrstu
1. Shawshanks Redemption
Þarf ekkert að útskýra það
2. Rounders
Pókermynd með Damon og Norton. Þetta er líklega myndin sem ég hef séð oftast á ævinni. Just love it.
3. Dead Poet´s society
Robin Williams fer alveg á kostum. Drama mynd sem er sorgleg og falleg.
4. Boondock saints
Líklega myndin sem ég hef séð næst oftast um ævina. Töff mynd og vel gerð og Willem Defoe mjög góður. The indifference of good men!
5. Notebook
Hmm hmm hmm.
6.Usual suspects
Upplifunin sem maður fær bara einu sinni um ævina er að sjá þessa mynd í fyrsta skipti. Það er reyndar mjög gaman að horfa á hana aftur eftir að maður veit hvernig hún endar. Fýla sérstaklega Del Toro og Baldwin og gaurinn sem leikur Kobayashi ásamt Spacey náttúrulega.
7-20.
The Rock
Alvöru teymi að vera með Sean Connery og Nicolas Cage saman. Bara frábær spennumynd
Fight Club
Virkilega gaman að þessari og ég elska náttúrulega flest sem kemur frá Norton. Líka mynd sem auðvelt er að horfa á aftur og aftur
Ken park
Fílaði þessa vel. Gaman að horfa á hana aftur og aftur.
Se7en
Morgan Freeman getur ekki klikkað og hann og Pitt gera gott úr góðu handriti. Fincher er líka meistari en hann á náttúrulega Fight Club líka.
Surf´s up
Svona alvöru fyndin teiknimynd.
Lion king
Nostalgía maður. Líka bara frábær mynd.
Forrest gump
Hmm hmm hmm.
A walk to remember
Alvöru grátumynd og Mandy Moore sér til þess að hún hittir alltaf í mark.
A clockwork orange
A little bit of that old in and out. Alex svona alvöru nettur náungi og anarkisminn alveg í hámarki. Mér fannst hún reyndar dala mjög mikið eftir að það átti að laga hann.
American beauty
Elska Spacey en allir leikararnir í þessari mynd voru snilld og endirinn og sagan og allt. Bara snilld
Eternal Sunshine Of The Spotless Mind
Hún var svo vel klippt. Haha. Bara róleg mynd sem auðvelt er að tengjast og skemmtilegur söguþráður.
La vita é bella
Fyrsta myndin sem maður grét yfir. Falleg og sorgleg.
Cast Away
Góð saga og Tom Hanks nær virkilega til manns.
Good Will Hunting
Flest sem Matt damon gerir er einhvað sem ég fýla. Og hvað þá ef Robin Williams kemur með drama í þetta líka. Toppmynd.
Amelíe, Braveheart, The Big Lebowski, Donnie Darko, Snatch
Og Crash voru ekki langt frá þessum lista
Topp 10 myndir sem ég sá í fyrsta sinn árið 2008.
1. Surf´s Up
2. Eternal Sunshine of the spotless mind
3. Good will hunting
4.Burn after Reading
5.Harold and Kumar, escape from Guantanamo
6. Reykjavík Rotterdam
7. Man on Wire
8. Pretty in Pink
9.V for Vendetta
10. The Insider
Topp 10 myndir sem ég horfi á í Janúar
1. Donnie Darko
2. Slumdog Millionaire
3. Role Models (svona alvöru fyndin)
4. 25th hour
5. Taken
6. The Kite Runner
7. Jaws
8. Red
9. Strangers
10.Seven Pounds
Donnie Darko
Horfði á myndina Donnie Darko. Áhugaverð mynd. Það var rosalega skrýtið en ég tók varla eftir því hvað tímanum leið. Hef sjaldan lent í því að geta bara ekki slitið mig frá skjánum. Byrjunaratriði myndarinn var virkilega grípandi og senan við matarborðið lætur mann vera bara “ Hey vó, þetta er töff.” Byrjunaratriðið var eins og reyndar margar senur í myndinni sýnd aðeins hægar en rauntíminn og með tónlist hátt undir. Þó að fólk væri að tala þá þurfti maður ekkert að heyra hvað það var að segja. Það var auðvelt að átta sig á því. Mér fannst það rosalega flott við myndina en það gerðist líka nokkrum sinnum að allt var sýnt hraðar.
Myndin fjallar semsagt um ungan strák sem heitir Donald Darko og líf hans. Hann er í skóla í bænum Middlesex (sem er kjánalegt hvernig sem þú lítur á það) og er bráðgáfaður ungur maður. Hann tekur inn lyf vegna þess að hann er geðveikur og sér ofsjónir. Hann á ímyndaðan vin sem heitir Frank og klæðist kanínubúning. Í byrjun myndarinnar sjáum við að Donald er greinilega einhvað truflaður. Segir ljót orð við matarborðið fyrir framan litlu systur sína. Kallar mömmu sína tík og fleira í þeim dúr. Svo sjáum við hann hjá sálfræðingnum sínum sem mjög “vulnerable” náunga sem á ekki erfitt með að tjá sig. Hálf-grátandi og leysir alveg frá skjóðunni. Við fáum einnig að sjá Donnie þegar hann er kominn í “annan heim” eða farinn að sjá ofsjónir. Þá kemur svona pínu glott á hann og maður sér hvað hann er í raun geðveikur.
Í skólanum er Donnie frekar kúl gaur og virðist njóta virðingar flestra. Það sést kannski einna helst á því að aðalhrekkjusvín skólans lítur á hann sem einhverskonar ógn og þarf alltaf að vera að ráðast á hann. Hrekkjusvín, eins og flestir vita, vilja fá alla athyglina sjálfir. Þegar hann gerir uppreisn gegn kennurunum og kennsluaðferðum og fleira er líka eins og hann hafi samþykki samnemenda sinna og einu sinni fékk hann meira að segja stórt lófaklapp fyrir.
Mér finnst persónan Donnie Darko alveg gríðarlega áhugaverð og ég vil þakka svolítið Jake Gyllenhaal fyrir það en hann er alveg stórkostlegur í þessari mynd. Þessir þrír persónuleikar Donnie sem ég lýsti áðan voru svo rosalega augljósir í svip og háttafari JG að ég var virkilega hrifinn af því. Þegar hann var hjá sálfræðingnum var hann allur opinn. Labbandi um og talandi háum rómi. Þegar hann var hins vegar geðveikur setti hann upp hettuna á hettupeysunni sinni og sagði ekki orð. Gerði bara það sem honum var sagt að gera.
Þetta var nú í fyrsta skipti sem ég sá þessa mynd svo ég veit ekki alveg hvort ég er að ná sögunni rétt en Donnie finnur sér kærustu og fær um leið mikinn áhuga á tímaflakki en hann telur sig geta tengt það við geðveikina sína. Þá fær hann bók frá eðlisfræðikennaranum sínum sem var skrifuð af “Grandma Death” en það var gömul kona úr bænum sem hafði áður kennt við Middlesex skólann. Í bókinni var tímaflakki lýst og Donnie var alveg viss um að hann væri að upplifa það sama.
Já ég gleymdi að segja frá því að í upphafi myndarinnar féll hreyfill úr flugvél á hús Darko hjónanna og beint niður í herbergi Donnie. Hann var sem betur fer ekki heima og sakaði því ekki. Hann var að gangi í svefni á golfvelli og tala við ímyndaða vin sinn Frank. Þegar hann vaknaði mundi hann að Frank sagði við hann að hann ætti 28.daga, 6 klst. 46 mín og 12 sek eftir þar til heimurinn myndi farast.
Aftur að Donnie og "Ömmu dauða" en Donnie fór til hennar ásamt kærustunni sinni og tveimur vinum sínum til að fá einhvers konar skýringar á þessu öllu saman. Þá kemur aðalhrekkjusvínið aftur til sögu ásamt vini sínum og ráðast á Donnie og kærustuna hans. Henda þeim á götuna fyrir utan hús ömmunnar og hóta þeim með hnífi. Þá kemur bíll aðsvífandi og vinur hrekkjusvínsins (sem var btw leikinn af Seth Rogen?) verður hræddur og sleppir kærustunni. Hrekkjusvínið heldur Donnie þó ennþá niðri. Nú kemur bíllinn á fullri ferð og keyrir yfir kærustuna hans og hún deyr. Út úr bílnum koma tveir strákar, annar í trúðabúning en hinn í kanínubúning. Hann tekur af sér grímuna og við sjáum að þetta var sami maðurinn og ímyndaði vinur Donnie, Frank. Þá gerir Donnie sér lítið fyrir og tekur upp byssu og skýtir Frank í augað. Hann fer svo með dauða kærustuna sína í bíl og keyrir með hana að einhvers konar skýjasamsetningum sem maður gerir ráð fyrir að séu einhvers konar tímaflakksgöng. Á sama tíma eru mamma hans og litla systir að fljúga heim frá Californiu og lenda í flugslysi.
Það næsta sem við sjáum er Donnie að hlægja móðursýkislega í herberginu sínu og svo endurtekningu á því þegar flugvélahreyfillinn féll á hús Darko fólksins. Það sem er öðruvísi núna er að Donnie er í herberginu sínu og deyr.
Það sem ég les úr þessu er voða rómantískt og bandarískt og kannski er einhvað allt annað sem liggur að baki þessari mynd. En ég held að Donnie hafi virkilega farið aftur í tímann og viljandi verið í húsinu í þetta skipti svo að hann kynntist aldrei kærustunni sinni. Því þá deyr hún ekki hans vegna. Sem lætur mig líka halda að hann hafi farið í gegnum sama scenario oft og jafnvel lifað 2-30 okt. 1988 mjög mjög oft. Þess vegna var Frank alltaf að tala við hann og láta hann gera hluti sem hann gerði í rauninni í fyrsta sinn sem hann lifði þennan tíma. Því það var í raun ekki hægt að breyta atburðunum í fortíðinni. Það endaði alltaf á því að 30.okt færi heimurinn til fjandans hjá honum og hann færi aftur í tímann til að redda hlutunum. Í einhvers konar sjálfskoðun þá held ég að hann hafi loksins fattað hvar hann ætti að vera 2. okt svo hann losnaði við Frank og alla þá bölvun sem fylgdi honum. Hann þyrfti að vera í herberginu sínu þegar hreyfillinn færi þar í gegn (sem var líklega hreyfillinn á flugvélinni sem mamma hans og systur voru í, því sú flugvél fannst aldrei í myndinni sjálfri.).
Svo er ég líklegast að rýna alltof djúpt í einhvað ofureinfalt. :)
Annars voru flestir leikarnir góðir. Jake Gyllenhaal fannst mér frábær og systir hans Maggie Gyllenhaal sem lék einmitt systir hans í myndinni var einnig góð. Pabbinn og þá sérstaklega mamman voru mjög sannfærandi og minnti mamman mig á miss Burnham í American Beauty þó það sé kannski of mikið að líkja hennar frammistöðu við American Beauty.
Drew Barrymore var kannski eina lélega castið í þessari mynd. Senan þar sem hún er að tala við skólastjórann eftir að hún var rekin var líka það lélegasta í þessari mynd. Var einhvað svo alltof illa leikið. Stelpan sem leikur kærustu Donnie kemst líka vel frá sínu.
Allavega toppmynd og ég held að ég muni skilja hana betur þegar ég horfi á hana í annað skipti...
Fær 12,9 á 15 stjörnu skalanum.