Friday, February 6, 2009

Runaway Jury

Horfði á þessa í gær. Mundi eftir því að hafa séð hana fyrir löngu og minnti að það væri eitthvað varið í hana.

Hún fjallar um ungt par sem er að reyna að ná sér niður á stóra byssu iðnaðnum í Bandaríkjunum. John Cusack leikur mann sem hefur í mörg ár reynt að komast í kviðdóm í stóru byssumáli. Kærastan hans sem er leikin af Rachel Weisz missti systir sína í skothríð þegar hún var ung. Þá kom brjálæðingur í skólann hennar og drap 9 manns og þar á meðal litlu systur hennar. Þá var höfðað mál gegn stóru byssufélögunum en öllum að óvörum tapaði bærinn því maður að nafni Rankin Fitch (Gene Hackman) hafði unnið í kviðdómnum og í rauninni ákveðið dómsuppskurðinn sjálfur.

Cusack og Weisz höfðu frá því ætlað að ná sér niður á stóru byssufyrirtækjunum og Fitch helst líka. Þegar þau svo loksins náðu að koma Cusack í kviðdóm í stóru máli fóru hjólin að snúast. Enn og aftur var Rankin Fitch ráðinn af byssugaurunum til að ráðskast með kviðdóminn en eins og Fitch segir sjálfur “ Trials are just too important to be decided by juries”.

Fitch reynir að beita öllum brögðunum í bókinni en Cusack og Weisz virðast alltaf hafa undirtökin. Dustin Hoffman sem leikur Wendell Rohr, saksóknarann, festist líka í atburðarrásinni.

Cusack og Weisz bjóða bæði Rohr og Fitch að kaupa kviðdóminn fyrir 10 milljónir dala. Til að sýna þeim að þau ráði virkilega yfir kviðdómnum þá lætur Cusack kviðdóminn gera ýmsa óvenjulega hluti og þá fara Rohr og Fitch að taka þau alvarlega.

Í misheppnaðri tilraun til að drepa Weisz veikist málstaður Fitch og Weisz heimtar 15 milljónir af honum. Rohr segir hins vegar að hann vilji frekar hafa hreina samvisku heldur en að kaupa kviðdóminn.

Þegar Fitch hefur borgað Weisz og Cusack hefst Cusack handa við að láta kviðdóminn kjósa það sem hann vill.

Planið hans frá upphafi var þó að láta stóru byssufyrirtækin tapa og þegar hann veit að peningarnir eru komnir svíkur hann Fitch og lætur kviðdóminn kjósa Rohr í hag.

Þannig náðu þau bæði að hefna sín á stóru byssufyrirtækjunum og Fitch.


Engin stórmynd hér á ferð en ágætis skemmtun þó. Fannst þó óþarfi gallar vera á þessu handriti. Margt sem meikaði bara alls ekki sens þarna, nema ég sé bara svona lélegur að skilja. :) Atriðið í byrjun þegar hann hittir Weisz í einhverri fáránlegri búð og þau þykjast ekki þekkja hvort annað var skrýtið. Sú staðreynd að dómarinn hafi boðið kviðdómnum út að borða er líka mjög hæpin... Svo fannst mér þessi dómsúrskurður svo langt frá því að fylgja lögunum að það var eiginlega fáránlegt... En það er kannski bara ég!

Annars voru flestir leikararnir góðir. Cusack og Weisz bara ágæt. Hackman var stórgóður sem gamall skarfur sem hélt að hann myndi aldrei tapa og þegar hann svo áttar sig á tapinu sést geðveikin á honum. Þegar hann öskrar á Cusack og Weisz á veitingahúsinu í einni af síðustu senu myndarinnar sést hversu týndur hann er í lífinu.

Hoffman var líka bara solid. Svo var dómarinn helvíti góður.

Fær 9,8 stjörnur á 15 stjörnu skalanum.

1 comment: