Friday, February 6, 2009

Donnie Darko

Horfði á myndina Donnie Darko. Áhugaverð mynd. Það var rosalega skrýtið en ég tók varla eftir því hvað tímanum leið. Hef sjaldan lent í því að geta bara ekki slitið mig frá skjánum. Byrjunaratriði myndarinn var virkilega grípandi og senan við matarborðið lætur mann vera bara “ Hey vó, þetta er töff.” Byrjunaratriðið var eins og reyndar margar senur í myndinni sýnd aðeins hægar en rauntíminn og með tónlist hátt undir. Þó að fólk væri að tala þá þurfti maður ekkert að heyra hvað það var að segja. Það var auðvelt að átta sig á því. Mér fannst það rosalega flott við myndina en það gerðist líka nokkrum sinnum að allt var sýnt hraðar.


Myndin fjallar semsagt um ungan strák sem heitir Donald Darko og líf hans. Hann er í skóla í bænum Middlesex (sem er kjánalegt hvernig sem þú lítur á það) og er bráðgáfaður ungur maður. Hann tekur inn lyf vegna þess að hann er geðveikur og sér ofsjónir. Hann á ímyndaðan vin sem heitir Frank og klæðist kanínubúning. Í byrjun myndarinnar sjáum við að Donald er greinilega einhvað truflaður. Segir ljót orð við matarborðið fyrir framan litlu systur sína. Kallar mömmu sína tík og fleira í þeim dúr. Svo sjáum við hann hjá sálfræðingnum sínum sem mjög “vulnerable” náunga sem á ekki erfitt með að tjá sig. Hálf-grátandi og leysir alveg frá skjóðunni. Við fáum einnig að sjá Donnie þegar hann er kominn í “annan heim” eða farinn að sjá ofsjónir. Þá kemur svona pínu glott á hann og maður sér hvað hann er í raun geðveikur.


Í skólanum er Donnie frekar kúl gaur og virðist njóta virðingar flestra. Það sést kannski einna helst á því að aðalhrekkjusvín skólans lítur á hann sem einhverskonar ógn og þarf alltaf að vera að ráðast á hann. Hrekkjusvín, eins og flestir vita, vilja fá alla athyglina sjálfir. Þegar hann gerir uppreisn gegn kennurunum og kennsluaðferðum og fleira er líka eins og hann hafi samþykki samnemenda sinna og einu sinni fékk hann meira að segja stórt lófaklapp fyrir.

Mér finnst persónan Donnie Darko alveg gríðarlega áhugaverð og ég vil þakka svolítið Jake Gyllenhaal fyrir það en hann er alveg stórkostlegur í þessari mynd. Þessir þrír persónuleikar Donnie sem ég lýsti áðan voru svo rosalega augljósir í svip og háttafari JG að ég var virkilega hrifinn af því. Þegar hann var hjá sálfræðingnum var hann allur opinn. Labbandi um og talandi háum rómi. Þegar hann var hins vegar geðveikur setti hann upp hettuna á hettupeysunni sinni og sagði ekki orð. Gerði bara það sem honum var sagt að gera.


Þetta var nú í fyrsta skipti sem ég sá þessa mynd svo ég veit ekki alveg hvort ég er að ná sögunni rétt en Donnie finnur sér kærustu og fær um leið mikinn áhuga á tímaflakki en hann telur sig geta tengt það við geðveikina sína. Þá fær hann bók frá eðlisfræðikennaranum sínum sem var skrifuð af “Grandma Death” en það var gömul kona úr bænum sem hafði áður kennt við Middlesex skólann. Í bókinni var tímaflakki lýst og Donnie var alveg viss um að hann væri að upplifa það sama.

Já ég gleymdi að segja frá því að í upphafi myndarinnar féll hreyfill úr flugvél á hús Darko hjónanna og beint niður í herbergi Donnie. Hann var sem betur fer ekki heima og sakaði því ekki. Hann var að gangi í svefni á golfvelli og tala við ímyndaða vin sinn Frank. Þegar hann vaknaði mundi hann að Frank sagði við hann að hann ætti 28.daga, 6 klst. 46 mín og 12 sek eftir þar til heimurinn myndi farast.



Aftur að Donnie og "Ömmu dauða" en Donnie fór til hennar ásamt kærustunni sinni og tveimur vinum sínum til að fá einhvers konar skýringar á þessu öllu saman. Þá kemur aðalhrekkjusvínið aftur til sögu ásamt vini sínum og ráðast á Donnie og kærustuna hans. Henda þeim á götuna fyrir utan hús ömmunnar og hóta þeim með hnífi. Þá kemur bíll aðsvífandi og vinur hrekkjusvínsins (sem var btw leikinn af Seth Rogen?) verður hræddur og sleppir kærustunni. Hrekkjusvínið heldur Donnie þó ennþá niðri. Nú kemur bíllinn á fullri ferð og keyrir yfir kærustuna hans og hún deyr. Út úr bílnum koma tveir strákar, annar í trúðabúning en hinn í kanínubúning. Hann tekur af sér grímuna og við sjáum að þetta var sami maðurinn og ímyndaði vinur Donnie, Frank. Þá gerir Donnie sér lítið fyrir og tekur upp byssu og skýtir Frank í augað. Hann fer svo með dauða kærustuna sína í bíl og keyrir með hana að einhvers konar skýjasamsetningum sem maður gerir ráð fyrir að séu einhvers konar tímaflakksgöng. Á sama tíma eru mamma hans og litla systir að fljúga heim frá Californiu og lenda í flugslysi.


Það næsta sem við sjáum er Donnie að hlægja móðursýkislega í herberginu sínu og svo endurtekningu á því þegar flugvélahreyfillinn féll á hús Darko fólksins. Það sem er öðruvísi núna er að Donnie er í herberginu sínu og deyr.

Það sem ég les úr þessu er voða rómantískt og bandarískt og kannski er einhvað allt annað sem liggur að baki þessari mynd. En ég held að Donnie hafi virkilega farið aftur í tímann og viljandi verið í húsinu í þetta skipti svo að hann kynntist aldrei kærustunni sinni. Því þá deyr hún ekki hans vegna. Sem lætur mig líka halda að hann hafi farið í gegnum sama scenario oft og jafnvel lifað 2-30 okt. 1988 mjög mjög oft. Þess vegna var Frank alltaf að tala við hann og láta hann gera hluti sem hann gerði í rauninni í fyrsta sinn sem hann lifði þennan tíma. Því það var í raun ekki hægt að breyta atburðunum í fortíðinni. Það endaði alltaf á því að 30.okt færi heimurinn til fjandans hjá honum og hann færi aftur í tímann til að redda hlutunum. Í einhvers konar sjálfskoðun þá held ég að hann hafi loksins fattað hvar hann ætti að vera 2. okt svo hann losnaði við Frank og alla þá bölvun sem fylgdi honum. Hann þyrfti að vera í herberginu sínu þegar hreyfillinn færi þar í gegn (sem var líklega hreyfillinn á flugvélinni sem mamma hans og systur voru í, því sú flugvél fannst aldrei í myndinni sjálfri.).


Svo er ég líklegast að rýna alltof djúpt í einhvað ofureinfalt. :)


Annars voru flestir leikarnir góðir. Jake Gyllenhaal fannst mér frábær og systir hans Maggie Gyllenhaal sem lék einmitt systir hans í myndinni var einnig góð. Pabbinn og þá sérstaklega mamman voru mjög sannfærandi og minnti mamman mig á miss Burnham í American Beauty þó það sé kannski of mikið að líkja hennar frammistöðu við American Beauty.

Drew Barrymore var kannski eina lélega castið í þessari mynd. Senan þar sem hún er að tala við skólastjórann eftir að hún var rekin var líka það lélegasta í þessari mynd. Var einhvað svo alltof illa leikið. Stelpan sem leikur kærustu Donnie kemst líka vel frá sínu.


Allavega toppmynd og ég held að ég muni skilja hana betur þegar ég horfi á hana í annað skipti...


Fær 12,9 á 15 stjörnu skalanum.

2 comments:

  1. get ekki lagað þessa mynd í þessu frábæra bloggumhverfi svo hún verður bara að vera svona...

    ReplyDelete